top of page
Alla mánudaga kl. 17 - 19 í sumar eru vinnufundir hjá Skógræktarfélagi Akraness. Þá geta þeir sem vilja mætt við Einbúann og tekið til hendinni eða bara skoðað hvað félagið er að gera. Unnið verður eftir þörfum í Slögu eða í Garðaflóa. Gróðursetja þarf um 20 þús. tré, grisja, laga til, slá með sláttuorfi, lagfæra skúra, bekki, gám, girðingar o.fl. Einnig er unnið á öðrum tímum. Allir hjartanlega velkomnir. Frekari upplýsingar má fá hjá Jens s. 897 5148 /jensbb@internet.is
Verkatakar hafa unnið í stígagerð neðst í Slögu. Í votlendinu þar hafa verið gerðir stígar sem eiga að gera umferð gangandi fólks mögulega í framtíðinni. Fyrst þurfa stígarnir að gróa upp og þorna og síðan þarf að valta þá. Þá hefur stígurinn að svæðinu verið styrktur þannig að hann þolir umferð vinnubíla.
Dagana 10. - 14. júní 2019 mættu 5 sjálfboðaliðar Skógræktarfélags Íslands hjá okkur ásamt Jóni Ásgeiri skógfræðingi. Þau hafa verið í girðingarvinnu, gert stíg í votlendinu neðst í Slög, sett niður plöntur, slegið njóla og margt fleira.
30.3.2019
Aðalfundur Skógræktarfélags Akraness
verður haldinn
mánudaginn 8. apríl 2019 kl. 20.00 í Grundaskóla
Dagskrá
1) Venjuleg aðalfundarstörf:
Fundargerð síðasta aðalfundar
Skýrsla formanns
Reikningar
Tillögur um félagsgjald. Ekki er lögð fram tillaga um breytingu á félagsgjaldi.
Lagabreytingar. Ekki hefur komið fram tillaga um lagabreytingar
Kosningar
2) Líf í lundi 22. júní 2019. Þátttaka Skógræktarfélags Akraness í verkefninu. Framsaga: Katrín og Reynir.
3) Nýtt eldstæði og ketill sýnd.
4) Verkefni ársins 2019. Skógrækt í Slögu og við þjóðveginn. Göngustígagerð o.fl. Við fáum sjálfboðaliða S.Í. til að aðstoða okkur 10. - 14. júní.
5) Önnur mál.
Kaffiveitingar
bottom of page