Jólatré í Slögu
Jólatrjáasala Skógræktarfélags Akraness verður í Slögu
sunnudagana 13. des. og 20. des. 2020 kl. 12 - 15.
Leiðin upp í Slögu: ekið sömu leið og þegar ganga skal á Akrafjallið (fram hjá Terra), beygt í áttina að Moldartippum og ekið þaðan að neðra bílastæðinu við Slögu.
Fólk getur valið sér tré í samráði við félagsmenn sem verða á staðnum og aðstoða. Gott er að hafa með sér sög (félagsmenn verða einnig með sagir).
Félagsmenn aðstoða við að saga tré. Athugið að trjám er ekki pakkað í net og því er best að vera með kerru. Tré verða keyrð heim til fólks á Akranesi fyrir þá sem þess óska.
Trén eru mest sitkagreni og blágreni.
Trén þarf að staðgreiða. Engir kortaposar. Vegna covid má einnig greiða inná reikning félagsins: Kennitala: 6906892949 Bankareikningur: 0186 26 7064
Vegna covid verður ekki boðið uppá kakó eða aðrar veitingar. Pössum fjarlægðina milli fólks og notum grímur og spritt.
Verð jólatrjáa:
Tré að 1 metra = 5.000 krónur
Tré 1 - 1,5 metrar = 7.000
Tré 1,5 - 2 metrar = 8.000 kr.
Tré 2 - 2,5 metrar = 9.000 kr.
Tré 2,5 - 3 metrar = 13.000
Tré 3 - 4 metrar = 20.000 kr.
Nánari upplýsingar: Jens 897 5148, , Katrín 861 1404 og Bjarni 899 7328.
Skógræktarfélag Akraness er með tvö skógræktarsvæði, meðfram þjóðveginum til Akranes og í Slögu í hlíðum Akrafjalls.
The Forestry Association of Akranes is a group of volunteers planting trees in and nearby Akranes in West Iceland.
Sjá - see:
Hér á síðunni eru ýmsar upplýsingar um félagið, skógræktarsvæði, samninga o.fl. Ljósmyndir og fréttir má sjá á Facebook-síðunni:
Frekari upplýsingar má fá hjá Jens s. 897 5148 /jensbb@internet.is



